„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 13:08 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í 0-4 tapinu fyrir Þýskalandi. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira