Fatahönnuður Íslands vandar um við Guðmund Andra og segir ekki ganga að vera druslulegur á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2021 10:22 Guðmundur Andri hlaut ákúrur frá flokksmanni, að hann mætti vera snyrtilegri. Fagmaðurinn Dóra Einars telur þetta réttmætar ábendingar, það gangi ekki að vera lummulegur á bol og á klossum þegar menn gegna þingmennsku. Guðmundur Andri Thorsson, sem nú berst fyrir pólitísku lífi sínu í öðru sæti Samfylkingar í Kraganum, greindi frá raunum sínum í prófkjörsbaráttu, sem varða klæðaburð. Fatahönnuður Íslands, sjálf Dóra Einars, er ekki þeirrar gerðar að vera meðvirk og segir þingmanninum að hysja upp um sig buxurnar. „Mikill sómamaður og ómetanlegur félagi úr Samfylkingunni, enn á besta aldri en kominn á eftirlaun, kom að máli við mig eftir fund um daginn þar sem ég hafði verið - og sagt nokkur orð - og vildi í vinsemd fara þess á leit við mig að ég væri snyrtilegri til fara. Ég brást furðu illa við, fannst hann vera að tjá sig um það sem honum kæmi ekki við, hlutast til um persónuleg mál.“ Guðmundur Andri er bolamaður Svo hefst pistill Guðmundar Andra, sem hann birtir á Facebook en klæðaburður þingmanna er sígilt umræðuefni. Guðmundur Andri segist að sönnu ekki annálað skartmenni og komist hann seint á lista yfir best klæddu menn landsins. „Bolur. Ég gríp einhvern bol, sem mér sýnist vera hreinn, og fer svo að hugsa um eitthvað annað,“ segir Guðmundur Andri. Hann segist nota jakka og skyrtur og jafnvel bindi á þingi. Og maðurinn hafi meint vel en sjálfur sé hann af bolakynslóðinni, þeirri sem innleiddi pönkið og var full af alls konar uppreisnargirni á ótal sviðum, sem breytti samfélaginu í grundvallaratriðum. „Í mínum huga eru jakkaföt og bindi ekki endilega fyrst fremst tákn virðingar fyrir þeim sem maður talar yfir heldur kannski ekki síður einkennisbúningur valdsins. Í mínum augum er þingmennskan þjónustustarf við almenning. Og við sem sinnum því starfi eigum ekki að vera í sama mótið sett heldur eigum við að koma úr þjóðardjúpinu, hvert með sín sérstöku einkenni.“ Úr klossunum og köflóttu skyrtunni Ýmsir lýsa sig sammála þessum sjónarmiðum, reyndar eru fjörlegar umræður um klæðaburð á Facebooksíðu þingmannsins en Dóra Einars hönnuður hellir sér yfir Guðmund Andra, af faglegri og móðurlegri umhyggju. Hún segist hafa fylgst með honum í um þrjátíu ár, snyrtilegum og það hafi ekki farið fram hjá henni að hann sé fyrir látlausan klæðaburð. En alheimsreglum þurfi menn að beygja sig fyrir. Þegar fólk gerist opinberir starfsmenn í ábyrgðarstöðum láti það af lummulegheitunum; fara úr molskinsbuxum, bolnum, köflóttu skyrtunni og klossunum sem þeim þykir þægilegur klæðnaður. „Þegar ég vann sem Flugfreyja 1972-74 fór ég þegjandi og hljóðalaust í dragtina, blússuna, setti á mig hatt og slæðu var í háhæluðum skóm með veski og hanska. Það skipaðu mér enginn að gerast flugfreyja og klæða mig samkvæmt reglum! Ég sótti um það sjálf,“ segir Dóra ströng. Og segir að það sama gildi um þá sem starfa á Alþingi Íslands: „Ef þið viljið ekki fara eftir reglum hvað útlit, snyrtimennsku, mannasiði, borðsiði og klæðnað snertir þá er nóg að öðrum störfum handa ykkur sem þessar kröfur eru ekki gerðar.“ Tíska og hönnun Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
„Mikill sómamaður og ómetanlegur félagi úr Samfylkingunni, enn á besta aldri en kominn á eftirlaun, kom að máli við mig eftir fund um daginn þar sem ég hafði verið - og sagt nokkur orð - og vildi í vinsemd fara þess á leit við mig að ég væri snyrtilegri til fara. Ég brást furðu illa við, fannst hann vera að tjá sig um það sem honum kæmi ekki við, hlutast til um persónuleg mál.“ Guðmundur Andri er bolamaður Svo hefst pistill Guðmundar Andra, sem hann birtir á Facebook en klæðaburður þingmanna er sígilt umræðuefni. Guðmundur Andri segist að sönnu ekki annálað skartmenni og komist hann seint á lista yfir best klæddu menn landsins. „Bolur. Ég gríp einhvern bol, sem mér sýnist vera hreinn, og fer svo að hugsa um eitthvað annað,“ segir Guðmundur Andri. Hann segist nota jakka og skyrtur og jafnvel bindi á þingi. Og maðurinn hafi meint vel en sjálfur sé hann af bolakynslóðinni, þeirri sem innleiddi pönkið og var full af alls konar uppreisnargirni á ótal sviðum, sem breytti samfélaginu í grundvallaratriðum. „Í mínum huga eru jakkaföt og bindi ekki endilega fyrst fremst tákn virðingar fyrir þeim sem maður talar yfir heldur kannski ekki síður einkennisbúningur valdsins. Í mínum augum er þingmennskan þjónustustarf við almenning. Og við sem sinnum því starfi eigum ekki að vera í sama mótið sett heldur eigum við að koma úr þjóðardjúpinu, hvert með sín sérstöku einkenni.“ Úr klossunum og köflóttu skyrtunni Ýmsir lýsa sig sammála þessum sjónarmiðum, reyndar eru fjörlegar umræður um klæðaburð á Facebooksíðu þingmannsins en Dóra Einars hönnuður hellir sér yfir Guðmund Andra, af faglegri og móðurlegri umhyggju. Hún segist hafa fylgst með honum í um þrjátíu ár, snyrtilegum og það hafi ekki farið fram hjá henni að hann sé fyrir látlausan klæðaburð. En alheimsreglum þurfi menn að beygja sig fyrir. Þegar fólk gerist opinberir starfsmenn í ábyrgðarstöðum láti það af lummulegheitunum; fara úr molskinsbuxum, bolnum, köflóttu skyrtunni og klossunum sem þeim þykir þægilegur klæðnaður. „Þegar ég vann sem Flugfreyja 1972-74 fór ég þegjandi og hljóðalaust í dragtina, blússuna, setti á mig hatt og slæðu var í háhæluðum skóm með veski og hanska. Það skipaðu mér enginn að gerast flugfreyja og klæða mig samkvæmt reglum! Ég sótti um það sjálf,“ segir Dóra ströng. Og segir að það sama gildi um þá sem starfa á Alþingi Íslands: „Ef þið viljið ekki fara eftir reglum hvað útlit, snyrtimennsku, mannasiði, borðsiði og klæðnað snertir þá er nóg að öðrum störfum handa ykkur sem þessar kröfur eru ekki gerðar.“
Tíska og hönnun Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira