Innlent

Á­fram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Truflun var á þjónustu Valitor í gærkvöldi og aftur í kvöld.
Truflun var á þjónustu Valitor í gærkvöldi og aftur í kvöld.

Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Truflanirnar létu á sér kræla milli klukkan 18:10 og 18:24 í kvöld, að því er segir í Facebook-færslu frá Valitor. Allar þjónustur séu virkar í augnablikinu en áfram megi búast við einhverjum truflunum.

„Rétt er að árétta að árasin beinist ekki að innri kerfum og ógnaði ekki gagnaöryggi,“ segir þá í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×