Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 11:13 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. Vísir/baldur hrafnkell Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg. Bann við blóðgjöf karla sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum mun heyra sögunni til, nái reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fram að ganga. Með henni verður óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 bendir á að samtökin hafi lengi barist gegn því að núverandi reglum verði breytt. „Þetta er svo ótrúlega úrelt, það er ekki neitt tekið tillit til sambandsstöðu þannig að fólk getur verið saman í 20 ár og bara stundað kynlíf innan sambands en mátt samt ekki gefa blóð,“ segir Þorbjörg. Vongóð um að málið nái alla leið Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem slíkt bann er við lýði. Þorbjörg segir að með breytingunni skipi Ísland sér í fremstu röð. „Sambærilegar breytingar voru gerðar í Bretlandi á dögunum til dæmis, í öðrum löndum hefur verið settur ákveðinn skírlífistími sem er auðvitað mjög niðurlægjandi.“ Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna. Með henni gangi eitt yfir alla. „Þetta eru mjög góðar fréttir og við erum vongóð um að þetta nái alla leið i gegn og við hvetjum fólk til að senda inn jákvæðar umsagnir um þessa breytingu,“ segir Þorbjörg. Hommar hafa lengi barist fyrir því að fá að gefa blóð. Var gert grín að stöðunni í Áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þar sem þjóðþekktir hommar tóku lagið. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Bann við blóðgjöf karla sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum mun heyra sögunni til, nái reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fram að ganga. Með henni verður óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 bendir á að samtökin hafi lengi barist gegn því að núverandi reglum verði breytt. „Þetta er svo ótrúlega úrelt, það er ekki neitt tekið tillit til sambandsstöðu þannig að fólk getur verið saman í 20 ár og bara stundað kynlíf innan sambands en mátt samt ekki gefa blóð,“ segir Þorbjörg. Vongóð um að málið nái alla leið Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem slíkt bann er við lýði. Þorbjörg segir að með breytingunni skipi Ísland sér í fremstu röð. „Sambærilegar breytingar voru gerðar í Bretlandi á dögunum til dæmis, í öðrum löndum hefur verið settur ákveðinn skírlífistími sem er auðvitað mjög niðurlægjandi.“ Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna. Með henni gangi eitt yfir alla. „Þetta eru mjög góðar fréttir og við erum vongóð um að þetta nái alla leið i gegn og við hvetjum fólk til að senda inn jákvæðar umsagnir um þessa breytingu,“ segir Þorbjörg. Hommar hafa lengi barist fyrir því að fá að gefa blóð. Var gert grín að stöðunni í Áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þar sem þjóðþekktir hommar tóku lagið.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira