Innlit í einstakt 38 fermetra smáhýsi Bjargar í Spakmannsspjörum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2021 12:31 Vala Matt heimsótti Björgu Ingadóttur fatahönnuð. Ísland í dag Hinn margverðlaunaði hönnuður Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum byggði ásamt manni sínum Finnboga Kristjánssyni pínulítið hús í sveitinni, þar sem hún kemur öllu fyrir sem hún þarf á að halda. Í þessu skemmtilega smáhýsi er allt einfalt en líka smekklegt og töff og allt útpælt. Húsið er í heildina 38 fermetrar og er innréttað með furu og svörtum lit sem kemur vel út saman. „Ég sá þetta hús á Facebook á þrjúhundruð þúsund og mér fannst það æði,“ segir Björg um söguna á bak við þetta verkefni hjónanna. Björg skoðaði húsið og þá var ekki aftur snúið. „Svo þegar það var komið hingað þá kom í ljós að það kostaði þrjúhundruð þúsund út af dottlu, það var rosa mikið sem þurfti að gera.“ Björg og Finnbogi byrjuðu á að klæða húsið að innan og utan og svo þurfti að draga nýtt rafmagn í það og skipta út gluggunum sem voru ónýtir. „Það sem hefur komið voðalega mikið á óvart, er hvað ég er ótrúlega ánægð í litla krútthúsinu mínu.“ Hver millimeter nýttur Þau hjónin hafa verið mjög úrræðagóð og búið til mjög sérstakt svæði fyrir utan húsið með nokkurs konar torfhleðslu þar sem þau fá skjól og þar eru þau einnig með útisturtu. Svo útbjuggu þau setbaðkar sem er snilld í svona litlu húsi og þau földu ísskápinn í einum veggnum í eldhúsinu. „Þetta er bara eins og í sníðagerð, maður nýtir efnið til hins ítrasta.“ Björg segir að það þurfi ekki stórt hús til að líða vel og njóta. „Maður þarf að liggja yfir hverjum einasta millimeter og hugsa, hvað þarf ég? Hér er enginn óþarfi en hér er ekkert sem mér finnst ekki fallegt.“ Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í heimsókn í litla húsið hjá Björgu og Finnboga. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Pínulítið íbúðarhús Bjargar með allt sem þarf! Tíska og hönnun Hús og heimili Ísland í dag Tengdar fréttir Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01 Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Í þessu skemmtilega smáhýsi er allt einfalt en líka smekklegt og töff og allt útpælt. Húsið er í heildina 38 fermetrar og er innréttað með furu og svörtum lit sem kemur vel út saman. „Ég sá þetta hús á Facebook á þrjúhundruð þúsund og mér fannst það æði,“ segir Björg um söguna á bak við þetta verkefni hjónanna. Björg skoðaði húsið og þá var ekki aftur snúið. „Svo þegar það var komið hingað þá kom í ljós að það kostaði þrjúhundruð þúsund út af dottlu, það var rosa mikið sem þurfti að gera.“ Björg og Finnbogi byrjuðu á að klæða húsið að innan og utan og svo þurfti að draga nýtt rafmagn í það og skipta út gluggunum sem voru ónýtir. „Það sem hefur komið voðalega mikið á óvart, er hvað ég er ótrúlega ánægð í litla krútthúsinu mínu.“ Hver millimeter nýttur Þau hjónin hafa verið mjög úrræðagóð og búið til mjög sérstakt svæði fyrir utan húsið með nokkurs konar torfhleðslu þar sem þau fá skjól og þar eru þau einnig með útisturtu. Svo útbjuggu þau setbaðkar sem er snilld í svona litlu húsi og þau földu ísskápinn í einum veggnum í eldhúsinu. „Þetta er bara eins og í sníðagerð, maður nýtir efnið til hins ítrasta.“ Björg segir að það þurfi ekki stórt hús til að líða vel og njóta. „Maður þarf að liggja yfir hverjum einasta millimeter og hugsa, hvað þarf ég? Hér er enginn óþarfi en hér er ekkert sem mér finnst ekki fallegt.“ Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í heimsókn í litla húsið hjá Björgu og Finnboga. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Pínulítið íbúðarhús Bjargar með allt sem þarf!
Tíska og hönnun Hús og heimili Ísland í dag Tengdar fréttir Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01 Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01
Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”