Innlent

Tuttugu hafa tapað 73 milljónum í ástarsvikum á þremur árum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ástin er blind, segja menn.
Ástin er blind, segja menn.

Á síðustu þremur árum hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 20 tilkynningar um svokölluð ástarsvik, þar af 14 frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjárhagslegt tjón svikamálanna nemur samtals um 73 milljónum króna.

Frá þessu greinir Fréttablaðið í dag en þar er haft eftir Daða Gunnarssyni, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild, að tölurnar endurspegli líklega ekki heildarumfangið þar sem margir skammist sín of mikið til að tilkynna brotin.

„Fólk er oft mjög sárt þar sem það var búið að mynda tilfinningatengsl við aðilann sem það var í sambandi við,“ segir hann en málin hverfast oftast um sambönd sem myndast á netinu og ganga svo langt að fólk er farið að gefa eða „lána“ ástvininum fjármuni, áður en það uppgötvar að um svik er að ræða.

Daði segist stundum takast að ná peningunum aftur, ef svikin uppgötvast nógu fljótt.

Samkvæmt tæknitímaritinu Techshielder eru flestir svikahrappanna staðsettir í Bretlandi, Nígeríu og Tyrklandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×