44 ára gamall Brady hefur titilvörnina á sínu 22. tímabili í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:45 Brady og félagar fá Dallas Cowboys í heimsókn í nótt. Douglas P. DeFelice/Getty Images Tom Brady mun leiða NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers sem hefja titilvörn sína gegn Dallas Cowboys er nýtt tímabil vestanhafs hefst í kvöld. Brady hefur þar með sína 22. leiktíð í NFL-deildinni. Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira