Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2021 10:49 Jakob Frímann er fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins og starfaði meðal annars í sendiráðinu í Lundúnum. „Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla. DV greindi frá málin í gær en í umfjöllun miðilsins kom meðal annars fram að Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, væri til skoðunar hjá lögreglunni fyrir að beitt utanríkisráðuneytið blekkingum í þeim tilgangi að koma barni úr landi. Málið er þannig vaxið að Jakob Frímann, sem hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið, setti sig í samband við ráðuneytið í mars 2020 og óskaði eftir liprunarbréfi til að greiða fyrir utanför barns sem var sagt honum nákomið. Í bréfinu kom fram að um væri að ræða barnaverndarmál, að barnið hefði búið við erfiðar aðstæður og þyrfti að komast til föður síns. Þá kom fram að móðirinn væri samþykk því að barnið færi utan. Með bréfinu lét Jakob Frímann fylgja enskan texta sem hann taldi eiga við og nokkrum klukkustundum síðar hafði ráðuneytið gefið út umrætt liprunarbréf, með texta Jakobs. DV birti bréf Jakobs Frímanns til utanríkisráðuneytisins. Lögregla stöðvaði för barnsins úr landi Samkvæmt DV var það hins vegar ekki rétt sem fram kom í erindi Jakobs Frímanns til ráðuneytisins. Foreldrar barnsins hefðu til að mynda komist að samkomulagi um að börn þeirra tvö færu til föðursins í apríl, ekki mars. Í gögnum málsins kemur fram að faðir barnsins bókaði ferð utan 19. mars en áður en brottfarardagur rennur upp sendir Jakob Frímann bréfið til ráðuneytisins. Það er dagsett 17. mars og liprunarbréfið gefið út samdægurs. Þá kemur fram í fundargerð ráðuneytisins frá 14. maí 2020 að daginn eftir, að kvöldi 18. mars, hafi þurft að kalla lögreglu til til að stöðva för barnsins úr landi, sem virðist þá hafa haft liprunarbréfið í fórum sínum. Á fundinum voru mættir fulltrúar ráðuneytisins og móðirin, sem lýsti meðal annars óánægju sinni með aðkomu Jakobs Frímanns að málinu og sagðist upplifa að hann, sem fyrrverandi starfsmaður ráðuneytisins og þjóðþekktur einstaklingur, hefði misbeitt áhrifum sínum. Liprunarbréfið hafði þá verið ógilt og afturkallað og utanríkisráðuneytið beðist afsökunar. Sögðu fulltrúar þess þó ekkert geta gert varðandi aðkomu Jakobs Frímanns. Afturköllun ráðuneytisins. Um 2.000 liprunarbréf gefin út vegna Covid-19 Sveinn sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður ráðuneytisins hefði verið áminntur vegna málsins. Þá þyrfti að hafa í huga við hvaða aðstæður það hefði komið upp. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt en það er ekki hægt að líta framhjá ástandinu sem ríkti,“ segir hann. Sveinn bendir á að á þessum tíma hefði kórónuveirufaraldurinn verið nýfarinn af stað og að dagana 14. til 19. mars hefði borgaraþjónusta ráðuneytisins svarað 400 erindum á dag, samanborið við 550 allt árið á undan. Landamæri hefðu verið að lokast og borgaraþjónustan verið í sambandi við 6.000 Íslendinga á fyrsta hálfa árinu frá því að faraldurinn hófst. Þá hefðu 2.000 liprunarbréf verið gefin út, til að greiða fyrir ferðum Íslendinga milli landa, og aðeins þessi einu mistök verið gerð. Jakob Frímann sendi DV yfirlýsingu vegna málsins: Undirritaður brást við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissutímum í mars 2020. Barn sem er fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu var með skriflega heimild frá lögfræðingi móður sinnar um að mega heimsækja föður sinn í fjarlægu landi, kominn með farmiða í hendur og tilbúinn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skapast að honum yrði vísað aftur heim við lendingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunarbréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfangastað á Spáni og honum hjálpað að ná langþráðum endurfundum við föður sinn. Eins og gögn málsins sýna var til staðar skýr vilji móðurinnar til að heimila umrædda ferð. Hins vegar snerist henni hugur og drengnum var meinað að hefja för. Ferðin var sumsé ekki farin, liprunarbréfið afturkallað og við tók mikið sorgarferli og óvissutími fyrir drenginn sem leiddi til inngrips Barnaverndarnefndar. Aldrei hefði mig órað fyrir því að viðleitni mín til að hjálpa þessu fólki að koma barni klakklaust á leiðarenda skyldi leiða til þess sem mér berst nú til eyrna fyrsta sinni frá blaðamanni DV. Ekki fæst séð að nokkur glæpur hafi verið hér framinn, því síður neins konar „skjalafals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlotist af. Ég á þó ósk heitasta að heilar sættir náist í þeirri hörðu fjölskyldudeilu sem hér um ræðir enda eru aðilar aðilar málsins mér afar kærir. Akureyri 8. september 2021 Jakob Frímann Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef DV. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
DV greindi frá málin í gær en í umfjöllun miðilsins kom meðal annars fram að Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, væri til skoðunar hjá lögreglunni fyrir að beitt utanríkisráðuneytið blekkingum í þeim tilgangi að koma barni úr landi. Málið er þannig vaxið að Jakob Frímann, sem hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið, setti sig í samband við ráðuneytið í mars 2020 og óskaði eftir liprunarbréfi til að greiða fyrir utanför barns sem var sagt honum nákomið. Í bréfinu kom fram að um væri að ræða barnaverndarmál, að barnið hefði búið við erfiðar aðstæður og þyrfti að komast til föður síns. Þá kom fram að móðirinn væri samþykk því að barnið færi utan. Með bréfinu lét Jakob Frímann fylgja enskan texta sem hann taldi eiga við og nokkrum klukkustundum síðar hafði ráðuneytið gefið út umrætt liprunarbréf, með texta Jakobs. DV birti bréf Jakobs Frímanns til utanríkisráðuneytisins. Lögregla stöðvaði för barnsins úr landi Samkvæmt DV var það hins vegar ekki rétt sem fram kom í erindi Jakobs Frímanns til ráðuneytisins. Foreldrar barnsins hefðu til að mynda komist að samkomulagi um að börn þeirra tvö færu til föðursins í apríl, ekki mars. Í gögnum málsins kemur fram að faðir barnsins bókaði ferð utan 19. mars en áður en brottfarardagur rennur upp sendir Jakob Frímann bréfið til ráðuneytisins. Það er dagsett 17. mars og liprunarbréfið gefið út samdægurs. Þá kemur fram í fundargerð ráðuneytisins frá 14. maí 2020 að daginn eftir, að kvöldi 18. mars, hafi þurft að kalla lögreglu til til að stöðva för barnsins úr landi, sem virðist þá hafa haft liprunarbréfið í fórum sínum. Á fundinum voru mættir fulltrúar ráðuneytisins og móðirin, sem lýsti meðal annars óánægju sinni með aðkomu Jakobs Frímanns að málinu og sagðist upplifa að hann, sem fyrrverandi starfsmaður ráðuneytisins og þjóðþekktur einstaklingur, hefði misbeitt áhrifum sínum. Liprunarbréfið hafði þá verið ógilt og afturkallað og utanríkisráðuneytið beðist afsökunar. Sögðu fulltrúar þess þó ekkert geta gert varðandi aðkomu Jakobs Frímanns. Afturköllun ráðuneytisins. Um 2.000 liprunarbréf gefin út vegna Covid-19 Sveinn sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður ráðuneytisins hefði verið áminntur vegna málsins. Þá þyrfti að hafa í huga við hvaða aðstæður það hefði komið upp. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt en það er ekki hægt að líta framhjá ástandinu sem ríkti,“ segir hann. Sveinn bendir á að á þessum tíma hefði kórónuveirufaraldurinn verið nýfarinn af stað og að dagana 14. til 19. mars hefði borgaraþjónusta ráðuneytisins svarað 400 erindum á dag, samanborið við 550 allt árið á undan. Landamæri hefðu verið að lokast og borgaraþjónustan verið í sambandi við 6.000 Íslendinga á fyrsta hálfa árinu frá því að faraldurinn hófst. Þá hefðu 2.000 liprunarbréf verið gefin út, til að greiða fyrir ferðum Íslendinga milli landa, og aðeins þessi einu mistök verið gerð. Jakob Frímann sendi DV yfirlýsingu vegna málsins: Undirritaður brást við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissutímum í mars 2020. Barn sem er fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu var með skriflega heimild frá lögfræðingi móður sinnar um að mega heimsækja föður sinn í fjarlægu landi, kominn með farmiða í hendur og tilbúinn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skapast að honum yrði vísað aftur heim við lendingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunarbréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfangastað á Spáni og honum hjálpað að ná langþráðum endurfundum við föður sinn. Eins og gögn málsins sýna var til staðar skýr vilji móðurinnar til að heimila umrædda ferð. Hins vegar snerist henni hugur og drengnum var meinað að hefja för. Ferðin var sumsé ekki farin, liprunarbréfið afturkallað og við tók mikið sorgarferli og óvissutími fyrir drenginn sem leiddi til inngrips Barnaverndarnefndar. Aldrei hefði mig órað fyrir því að viðleitni mín til að hjálpa þessu fólki að koma barni klakklaust á leiðarenda skyldi leiða til þess sem mér berst nú til eyrna fyrsta sinni frá blaðamanni DV. Ekki fæst séð að nokkur glæpur hafi verið hér framinn, því síður neins konar „skjalafals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlotist af. Ég á þó ósk heitasta að heilar sættir náist í þeirri hörðu fjölskyldudeilu sem hér um ræðir enda eru aðilar aðilar málsins mér afar kærir. Akureyri 8. september 2021 Jakob Frímann Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef DV.
Jakob Frímann sendi DV yfirlýsingu vegna málsins: Undirritaður brást við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissutímum í mars 2020. Barn sem er fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu var með skriflega heimild frá lögfræðingi móður sinnar um að mega heimsækja föður sinn í fjarlægu landi, kominn með farmiða í hendur og tilbúinn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skapast að honum yrði vísað aftur heim við lendingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunarbréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfangastað á Spáni og honum hjálpað að ná langþráðum endurfundum við föður sinn. Eins og gögn málsins sýna var til staðar skýr vilji móðurinnar til að heimila umrædda ferð. Hins vegar snerist henni hugur og drengnum var meinað að hefja för. Ferðin var sumsé ekki farin, liprunarbréfið afturkallað og við tók mikið sorgarferli og óvissutími fyrir drenginn sem leiddi til inngrips Barnaverndarnefndar. Aldrei hefði mig órað fyrir því að viðleitni mín til að hjálpa þessu fólki að koma barni klakklaust á leiðarenda skyldi leiða til þess sem mér berst nú til eyrna fyrsta sinni frá blaðamanni DV. Ekki fæst séð að nokkur glæpur hafi verið hér framinn, því síður neins konar „skjalafals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlotist af. Ég á þó ósk heitasta að heilar sættir náist í þeirri hörðu fjölskyldudeilu sem hér um ræðir enda eru aðilar aðilar málsins mér afar kærir. Akureyri 8. september 2021 Jakob Frímann
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira