Innlent

Spítalinn af hættustigi: Sjö inniliggjandi og einn á gjörgæslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill

Landspítalinn er kominn niður af hættu stig og á óvissustig samkvæmt ákvörðun farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar í dag. Óvissustig er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Skilgreining óvissustigs er sú að viðbúnaður sé vegna yfirvofandi eða orðins atburðar, kórónuveirufaraldursins í þessu tilfelli. Dagleg starfsemi ráði við atburðinn, upplýsingar séu óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls.

Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Klukkan tvö í dag voru sjö sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á bráðalegudeildum spítalans. Á gjörgæslu er einn sjúklingur en enginn í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 53 ár.

Alls hafa sjúklingar 97 lagst inn á Landspítala með Covid í fjórðu bylgju faraldursins, 17 þeirra þurft gjörgæslustuðning og þrír látist.

Nú eru 543 sjúklingar, þar af 221 barn, í Covid-göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður og sex einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.

Nánar á vef Landspítalans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.