Innlent

Þrettán í sótt­kví eftir smit hjá starfs­mönnum Heilsu­stofnunar í Hvera­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Heilsustofnunin í Hveragerði er starfrækt af Náttúrulækningafélagi Íslands.
Heilsustofnunin í Hveragerði er starfrækt af Náttúrulækningafélagi Íslands. Heilsustofnun

Alls hafa þrettán verið sendir í sóttkví eftir að tveir starfsmenn Heilsustofnunar í Hveragerði greindust með Covid-19 í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsustofnun. Þar segir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar og endurhæfingarstarf haldi áfram.

„Átta skjólstæðingar og fimm starfsmenn eru komnir í sóttkví og er enginn af þeim með einkenni,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem kórónuveirusmit kemur upp hjá Heilsustofnun í Hveragerði en í síðasta mánuði þurftu tugir manna að fara í sóttkví eftir að smit kom þar upp hjá skjólstæðingi og þurfti í skamman tíma að stöðva meðferðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.