Bergþór og Ægir Sindri á meðal tuttugu bestu undir þrítugt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Bergþór og Ægir komust báðir á listann Best 20 under 30. Samsett Í dag kynna Norðurlöndin, sjötti stærsti tónlistarmarkaður í heimi, sigurvegara Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz eða þau tuttugu undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Verðlaunaafhending fer fram á By:Larm tónlistarhátíðinni í Osló þann 30. september við hátíðlega athöfn þar sem þeir Ægir Sindri Bjarnason og Bergþór Másson verða viðurkenndir fyrir framlag sitt til tónlistargeirans á Íslandi. Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofa hennar á Norðurlöndunum, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway, og eru sett á laggirnar til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins. Norræn tónlist af öllum gerðum heldur áfram að blómstra og ná eyrum fólks um víða veröld, bæði á streymisveitum en líka á vinsældarlistum um allan heim í formi alþjóðlegra stórstjarna á borð við Sigrid, Zara Larsson, Of Monsters and Men, Mø, Alma og Kygo, sem og virtustu lagahöfunda í heimi eins og Stargate, Max Martin og Alan Walker. „Viðurkenning þessi er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlistargeiranum og varpar ljósi á störf þeirra og gefur þeim tækifæri til að auka tengslanet sitt og hittast á By:Larm tónlistarhátíðinni hvar stór hluti norræna tónlistargeirans kemur saman.“ Snemma í tónlistarsenunni Ægir Sindri Bjarnason er 28 ára og stofnandi tónleikastaðarins R6013 á Ingólfsstræti í Reykjavík og ‘Why Not?’ plötuútgáfunnar. Ægir byrjaði að vera virkur þátttakandi í tónlistarsenunni í Reykjavík sem trommari, þá aðeins 14 ára gamall. Hefur hann spilað með hljómsveitum á borð við Logn, World Narcosis, Klikk, Laura Secord og svo mætti lengi telja. Síðar byrjaði hann að gefa út ekki eingöngu sína eigin tónlist heldur úr senunni sem leiddi til þess að hann setti á laggirnar plötuútgáfuna ‘Why Not?’. R6013 var stofnað árið 2017 af brýnni þörf fyrir smærri tónleikastaði í Reykjavík. Það er lykilatriði að tónlistarfólk af öllum aldri hafi tækifæri ekki bara til að koma fram heldur líka til að æfa sig og taka upp. Stefna R6013 er að tónlist eigi að vera aðgengileg fyrir öll, óháð aldri eða bakgrunni. Þar er aðstaða og búnaður fyrir tónleika sem og faglegar stúdíóupptökur. R6013 er rekinn upp úr kjallaranum á heimili hans þar sem hann hefur haldið vel yfir 100 tónleika og veitir ómetanlegan vettvang fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref og grasrótarsenuna í heild sinni. Ægir Sindri Bjarnason umvafinn græjum í tónleikastaðnum sínum R6013 við Ingólfsstræti. Bergþór Másson er 26 ára gamall. Hann tók sín fyrstu skref í tónlistarbransanum þegar hann varð umboðsmaður rafpoppdúósins ClubDub árið 2018, sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. Lykilatriði velgengi þeirra var góð markaðssetning á útgáfum sem náði að kveikja áhuga og aðdáendur fyrir bandið. Í byrjun árs 2020 bætti Bergþór einum þekktasta rappara landsins við sig, engum öðrum en Birni, þar sem hann er bæði í hlutverki umboðsmanns og útgefanda. Þess utan hefur hann unnið sem A&R ráðgjafi hjá Sony Music Denmark á Íslandi. Að lokum stýrir hann hlaðvörpum eins og Skoðanabræðrum, einu mest hlustaða hlaðvarpi á landinu, Kraftbirtingarhljómur guðdómsins þar sem hann tók viðtöl við yfir 50 rappara, og nú síðast Bransakjaftæði sem er hluti af Tónatal, fræðsluverkefni tónlistariðnaðarins á Íslandi sem hefur það að markmiði að gera tónlistarbransann aðgengilegri. Fjallað var um hlaðvarpið hér á Vísi. Bergþór Másson. Samnorræn nefnd velur sigurvegarann Í tilkynningu frá NOMEX segir að nauðsynlegur þáttur í vexti og velgengni norrænnar tónlistar og áhrifa á heimsvísu er fagfólkið sem vinnur á bak við tjöldin, og þá sérstaklega þau ungu sem geta hrint í framkvæmd nýjum hugsjónum, hugmyndum og viðskiptaháttum í hinum síbreytilega iðnaði sem tónlistarbransinn er. Sigurvegarar Nordic Music Biz Top 20 Under 30 eru valin út frá vexti þeirra verkefna sem þau eru að vinna að, starfsferils, viðurkenningu í greininni, áhrifa sem þau hafa á senuna, listrænni þróun, nýsköpun, tekjum, sölu, streymi og kynningu. Áður hafa unnið 20 Under 30 fyrir hönd Íslands þau Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Iceland Sync, Anna Ásthildur Thorsteinsson og Sindri Ástmarsson hjá Iceland Airwaves sem og Sigríður "Sigga" Ólafsdóttir hjá SÓNAR og Unnsteinn Manuel Stefánsson fyrrum Label Manager Les Fréres Stefson. Samnorræn dómnefnd var fengin til að meta hvaða einstaklingar ættu að fá heiðurinn skilinn og fyrir hönd Íslands sátu þau Hildur Maral (Mercury KX undirútgefandi hjá Decca/Universal Music), Magnus Bjarni Grondal (tónlistarmaður og ráðgjafi í kynningu) og Sandra Barilli (sjálfstætt starfandi framleiðandi). Frá hinum Norðurlöndunum eru það þau Annika Oksanen (Live Nation), Loui Tornqvist (Edition Wilhelm Hansen (publisher), Diego Farias (Amuse), Amanuel Kidane (GR:OW), Nino Lintermo (Nordic Music Partners), Jesper Majdall (Bremen Teater and Hotel Cecil), Jennifer Gunn (MADE Management), Petra Piiroinen (Meidän Festivaali), Anna Sjölund (Live Nation Sweden), Nikoo Sadr (The Orchard), Katja Sønderhauge (Warner Music DK), Magdalena Kellman (NORA/Sony Music) Aðrir á Top 20 Under 30 listanum í ár: SVÍÞJÓÐ Timothy Collins & Hugo LePrince: Creed Media Co-Founders & Co-CEOs Lina Pettersson, 29: Head of Agency, Live Nation Anton Madock, 30: A&R and Marketing Manager, Amuse Sara Faraj, 26: Label Manager, Asylum/Warner Music Sweden AB Amanda Kiflay, 25: A&R, Sony Music Publishing Scandinavia NOREGUR Erlend Buflaten, 29: CEO and co-founder Propeller Management Ziwer Teli, 23: Artist Manager, GR:OW Johanna Alem, 29: Head of Event & Promotion, Universal Music Norway Julie Rogstad Sandberg, 28: A&R, Sony Music Norway Renate Eggan, 29: Project and Communication manager, TEMPO DANMÖRK Nikolaj Stavnstrup, 26: Manager & A&R, Escho (Label/Management) Thea Moe, 29: Partner & Co Manager, Glass Management Jakob Løkkegaard-Friese, 28: MD & Co- Founder, WAS Entertainment Maria Borg, 27: A&R, Discowax Katarina Julie Madsen, 26: Creative Manager, Edition Wilhelm Hansen FINNLAND Teea Kasurinen: Marketing Manager International, Universal Music Finland Hannes Andersson: Creative Director, Mantik Music Group & CMO, oeksound Ltd. Saara Everi: Head of Marketing & Artist manager, PME Records Tónlist Tengdar fréttir Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. 14. júní 2021 16:31 Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins Íslenskir rapparar eru svívirtir af fjölmiðlum og íslensku ríkisstjórninni, að sögn Bergþórs Mássonar, sem mætti kalla einn helsta sérfræðing þjóðarinnar í rapptónlist. Þá nafnbót hlýtur hann að eiga skilið eftir útgáfu hlaðvarpsþátta sinna Kraftbirtingarhljóms guðdómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Bergþór rætt við nánast alla nafnþekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu. 5. júlí 2021 15:57 Föstudagsplaylisti Ægis Sindra Bjarnasonar Trommarinn knái úr Þingholtunum í rafleysingum sem listasmiður. 10. janúar 2020 16:29 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Verðlaunaafhending fer fram á By:Larm tónlistarhátíðinni í Osló þann 30. september við hátíðlega athöfn þar sem þeir Ægir Sindri Bjarnason og Bergþór Másson verða viðurkenndir fyrir framlag sitt til tónlistargeirans á Íslandi. Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofa hennar á Norðurlöndunum, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway, og eru sett á laggirnar til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins. Norræn tónlist af öllum gerðum heldur áfram að blómstra og ná eyrum fólks um víða veröld, bæði á streymisveitum en líka á vinsældarlistum um allan heim í formi alþjóðlegra stórstjarna á borð við Sigrid, Zara Larsson, Of Monsters and Men, Mø, Alma og Kygo, sem og virtustu lagahöfunda í heimi eins og Stargate, Max Martin og Alan Walker. „Viðurkenning þessi er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlistargeiranum og varpar ljósi á störf þeirra og gefur þeim tækifæri til að auka tengslanet sitt og hittast á By:Larm tónlistarhátíðinni hvar stór hluti norræna tónlistargeirans kemur saman.“ Snemma í tónlistarsenunni Ægir Sindri Bjarnason er 28 ára og stofnandi tónleikastaðarins R6013 á Ingólfsstræti í Reykjavík og ‘Why Not?’ plötuútgáfunnar. Ægir byrjaði að vera virkur þátttakandi í tónlistarsenunni í Reykjavík sem trommari, þá aðeins 14 ára gamall. Hefur hann spilað með hljómsveitum á borð við Logn, World Narcosis, Klikk, Laura Secord og svo mætti lengi telja. Síðar byrjaði hann að gefa út ekki eingöngu sína eigin tónlist heldur úr senunni sem leiddi til þess að hann setti á laggirnar plötuútgáfuna ‘Why Not?’. R6013 var stofnað árið 2017 af brýnni þörf fyrir smærri tónleikastaði í Reykjavík. Það er lykilatriði að tónlistarfólk af öllum aldri hafi tækifæri ekki bara til að koma fram heldur líka til að æfa sig og taka upp. Stefna R6013 er að tónlist eigi að vera aðgengileg fyrir öll, óháð aldri eða bakgrunni. Þar er aðstaða og búnaður fyrir tónleika sem og faglegar stúdíóupptökur. R6013 er rekinn upp úr kjallaranum á heimili hans þar sem hann hefur haldið vel yfir 100 tónleika og veitir ómetanlegan vettvang fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref og grasrótarsenuna í heild sinni. Ægir Sindri Bjarnason umvafinn græjum í tónleikastaðnum sínum R6013 við Ingólfsstræti. Bergþór Másson er 26 ára gamall. Hann tók sín fyrstu skref í tónlistarbransanum þegar hann varð umboðsmaður rafpoppdúósins ClubDub árið 2018, sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. Lykilatriði velgengi þeirra var góð markaðssetning á útgáfum sem náði að kveikja áhuga og aðdáendur fyrir bandið. Í byrjun árs 2020 bætti Bergþór einum þekktasta rappara landsins við sig, engum öðrum en Birni, þar sem hann er bæði í hlutverki umboðsmanns og útgefanda. Þess utan hefur hann unnið sem A&R ráðgjafi hjá Sony Music Denmark á Íslandi. Að lokum stýrir hann hlaðvörpum eins og Skoðanabræðrum, einu mest hlustaða hlaðvarpi á landinu, Kraftbirtingarhljómur guðdómsins þar sem hann tók viðtöl við yfir 50 rappara, og nú síðast Bransakjaftæði sem er hluti af Tónatal, fræðsluverkefni tónlistariðnaðarins á Íslandi sem hefur það að markmiði að gera tónlistarbransann aðgengilegri. Fjallað var um hlaðvarpið hér á Vísi. Bergþór Másson. Samnorræn nefnd velur sigurvegarann Í tilkynningu frá NOMEX segir að nauðsynlegur þáttur í vexti og velgengni norrænnar tónlistar og áhrifa á heimsvísu er fagfólkið sem vinnur á bak við tjöldin, og þá sérstaklega þau ungu sem geta hrint í framkvæmd nýjum hugsjónum, hugmyndum og viðskiptaháttum í hinum síbreytilega iðnaði sem tónlistarbransinn er. Sigurvegarar Nordic Music Biz Top 20 Under 30 eru valin út frá vexti þeirra verkefna sem þau eru að vinna að, starfsferils, viðurkenningu í greininni, áhrifa sem þau hafa á senuna, listrænni þróun, nýsköpun, tekjum, sölu, streymi og kynningu. Áður hafa unnið 20 Under 30 fyrir hönd Íslands þau Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Iceland Sync, Anna Ásthildur Thorsteinsson og Sindri Ástmarsson hjá Iceland Airwaves sem og Sigríður "Sigga" Ólafsdóttir hjá SÓNAR og Unnsteinn Manuel Stefánsson fyrrum Label Manager Les Fréres Stefson. Samnorræn dómnefnd var fengin til að meta hvaða einstaklingar ættu að fá heiðurinn skilinn og fyrir hönd Íslands sátu þau Hildur Maral (Mercury KX undirútgefandi hjá Decca/Universal Music), Magnus Bjarni Grondal (tónlistarmaður og ráðgjafi í kynningu) og Sandra Barilli (sjálfstætt starfandi framleiðandi). Frá hinum Norðurlöndunum eru það þau Annika Oksanen (Live Nation), Loui Tornqvist (Edition Wilhelm Hansen (publisher), Diego Farias (Amuse), Amanuel Kidane (GR:OW), Nino Lintermo (Nordic Music Partners), Jesper Majdall (Bremen Teater and Hotel Cecil), Jennifer Gunn (MADE Management), Petra Piiroinen (Meidän Festivaali), Anna Sjölund (Live Nation Sweden), Nikoo Sadr (The Orchard), Katja Sønderhauge (Warner Music DK), Magdalena Kellman (NORA/Sony Music) Aðrir á Top 20 Under 30 listanum í ár: SVÍÞJÓÐ Timothy Collins & Hugo LePrince: Creed Media Co-Founders & Co-CEOs Lina Pettersson, 29: Head of Agency, Live Nation Anton Madock, 30: A&R and Marketing Manager, Amuse Sara Faraj, 26: Label Manager, Asylum/Warner Music Sweden AB Amanda Kiflay, 25: A&R, Sony Music Publishing Scandinavia NOREGUR Erlend Buflaten, 29: CEO and co-founder Propeller Management Ziwer Teli, 23: Artist Manager, GR:OW Johanna Alem, 29: Head of Event & Promotion, Universal Music Norway Julie Rogstad Sandberg, 28: A&R, Sony Music Norway Renate Eggan, 29: Project and Communication manager, TEMPO DANMÖRK Nikolaj Stavnstrup, 26: Manager & A&R, Escho (Label/Management) Thea Moe, 29: Partner & Co Manager, Glass Management Jakob Løkkegaard-Friese, 28: MD & Co- Founder, WAS Entertainment Maria Borg, 27: A&R, Discowax Katarina Julie Madsen, 26: Creative Manager, Edition Wilhelm Hansen FINNLAND Teea Kasurinen: Marketing Manager International, Universal Music Finland Hannes Andersson: Creative Director, Mantik Music Group & CMO, oeksound Ltd. Saara Everi: Head of Marketing & Artist manager, PME Records
Tónlist Tengdar fréttir Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. 14. júní 2021 16:31 Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins Íslenskir rapparar eru svívirtir af fjölmiðlum og íslensku ríkisstjórninni, að sögn Bergþórs Mássonar, sem mætti kalla einn helsta sérfræðing þjóðarinnar í rapptónlist. Þá nafnbót hlýtur hann að eiga skilið eftir útgáfu hlaðvarpsþátta sinna Kraftbirtingarhljóms guðdómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Bergþór rætt við nánast alla nafnþekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu. 5. júlí 2021 15:57 Föstudagsplaylisti Ægis Sindra Bjarnasonar Trommarinn knái úr Þingholtunum í rafleysingum sem listasmiður. 10. janúar 2020 16:29 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. 14. júní 2021 16:31
Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins Íslenskir rapparar eru svívirtir af fjölmiðlum og íslensku ríkisstjórninni, að sögn Bergþórs Mássonar, sem mætti kalla einn helsta sérfræðing þjóðarinnar í rapptónlist. Þá nafnbót hlýtur hann að eiga skilið eftir útgáfu hlaðvarpsþátta sinna Kraftbirtingarhljóms guðdómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Bergþór rætt við nánast alla nafnþekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu. 5. júlí 2021 15:57
Föstudagsplaylisti Ægis Sindra Bjarnasonar Trommarinn knái úr Þingholtunum í rafleysingum sem listasmiður. 10. janúar 2020 16:29