Innlent

Birgir, Ás­mundur og Þór­hildur Sunna mættust í Kosninga­pall­borðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fulltrúar Miðflokksins, Pírata og Framsóknarflokks mættust í beinni í dag.
Fulltrúar Miðflokksins, Pírata og Framsóknarflokks mættust í beinni í dag.

Reikna má með því að hart verði tekist á í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag þegar fulltrúar þriggja flokka sem bjóða fram til Alþingis koma saman.

Birgir Þórarins­son, odd­viti Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi, Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, odd­viti Pírata í Suð­vestur­kjör­dæmi, og Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra og odd­viti Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík norður mætast í þættinum í dag.

Snorri Másson stýrir umræðunum í dag, sem má búast við að verði líflegar enda flokkarnir þrír með ansi ólík sjónarmið í allflestum málaflokkum. 

Í dag birti fréttastofa niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu þar sem Miðflokkurinn mælist með lægsta fylgi sitt til þessa í aðdraganda kosninganna. Hann mælist nú með 4,5 prósenta fylgi og á í mikilli hættu á að detta út af þingi.

Í könnuninni mældust Píratar og Framsókn með ansi svipað fylgi; Píratar með 11,2 prósent en Framsókn 11,5 prósent.

Uppfært: Pallborðinu er nú lokið en hér að neðan má sjá það í heild sinni.

Klippa: Pallborðið - Framsókn, Miðflokkur og Píratar

Pallborðið á næstu vikum

Innan við þrjár vikur eru til Alþingiskosninga. Fulltrúar allra flokka sem hyggja á framboð mæta í settið á næstu vikum og takast á um mál sem brenna á fólki í aðdraganda kosninga.

Dregið var í þrjú Kosningapallborð þar sem flokkar sem hafa mælst með yfir 4 prósent í nýlegum skoðanakönnunum munu mætast. Þar að auki mætast flokkar sem hafa verið undir þeim þröskuldi í einum þætti næsta fimmtudag.

Í síðustu viku mættust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar. Í dag verða það Framsóknarflokkur, Píratar og Miðflokkurinn. Og í næstu viku mætast síðan Vinstri græn, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Á fimmtudag mætast Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Landsflokkurinn og Ábyrg framtíð.


Tengdar fréttir

Bjarni, Gunnar Smári og Kristrún mættust í Kosningapall­borðinu

Innan við fjórar vikur eru til Alþingiskosninga og í dag fer Kosningapallborðið á Vísi í loftið. Fulltrúar allra flokka sem mælst hafa með meira en 4% fylgi undanfarnar vikur koma í settið og takast um á mál sem brenna á fólki í aðdraganda kosninga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.