Innlent

Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks

Þorgils Jónsson skrifar
Frá mótmælum við stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á síðasta ári. Ný skoðanakönnun MMR mælir aukinn stuðning við móttöku flóttafólks hér á landi.
Frá mótmælum við stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á síðasta ári. Ný skoðanakönnun MMR mælir aukinn stuðning við móttöku flóttafólks hér á landi. Vísir/Vilhelm

Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli.

Aukinn stuðningur mælist nú við móttöku flóttafólks á Íslandi. Tæpum 40% svarenda í könnun MMR finnst ekki tekið móti nógu mörgum.

Þetta er talsvert meiri stuðningur við fjölgun flóttafólks miðað við fyrri kannanir þar sem 33% voru á þessari skoðun í október á síðasta ári. Eins fækkar þeim sem eru andvígir um sex prósentustig, úr 32% niður í 26%.

Nokkur munur er á uppefinni afstöðu fólks eftir aldri, kyni og búsetu.

Nokkur munur er á svörum þátttakenda eftir aldri, kyni, búsetu og stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig eru yngri svarendur og konur líklegri til að vilja taka á móti fleira flóttafólki en eldri hópurinn og karlar.

42% íbúa á höfuðborgarsvæðinu finnst tekið á móti of fáum, samanborið við 34% á landsbyggðinni. Þá finnst 23% höfuðborgarbúa tekið á móti of mörgum, en 32% á landsbyggðinni.

Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka er stuðningsfólk Samfylkingar (69%) og Pírata (65%) líklegast til að telja tekið á móti of fáu flóttafólki. Hins vegar er stuðningsfólk Flokks fólksins (59%) og Miðflokksins (87%) líklegast til að finnast of margt flóttafólk fá hæli á Íslandi.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 24. ágúst 2021 og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.