Innlent

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þóra með rituungann, sem er eins og gæludýr á heimilinu. Dóttir hennar fylgist með.
Þóra með rituungann, sem er eins og gæludýr á heimilinu. Dóttir hennar fylgist með. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Fjölskyldan býr við Brimhólabraut en hún má ekkert aumt sjá þegar dýr eru annars vegar og er alltaf tilbúin að koma þeim til bjargar séu þau í einhverjum vanda.

„Hann Andri, sonur minn hefur alltaf farið á hverju sumri og bjargað rituungum rétt við sprönguna en venjulega höfum við alltaf farið með fuglana niður í Sea life og þeir hafa tekið við þeim en þetta árið neita þeir að taka við nokkru en lundapysjum þannig að við tókum þrjár með heim og þessi var sú eina, sem lifði af,“ segir Þóra Gísladóttir dýraunnandi í Vestmannaeyjum

Þóra segir ungan frjáls ferða sinna, hann sé eins og kötturinn á heimilinu, fer út þegar honum hentar og kemur svo heim aftur þegar hann nennir ekki að vera úti lengur. Loðna er uppáhalds matur „

„Eins og er getur hún ekki aflað sér matar sjálf en ég er að vona að það fari nú að koma. En hún er fljúgandi um bæinn og biðjandi fólk um mat, hún skilur ekki alveg að það séu ekki allir með mat á sér. Þetta er voðalega skemmtilegt og öðruvísi, öðruvísi að hafa ritu sem gæludýr heldur en eitthvað annað en reyndar er hún ekkert endilega okkar, hún er bara frjáls, náttúran á hana bara en hún kýs það að koma alltaf aftur,“ segir Þóra enn fremur.

Hundurinn, ritan og kötturinn eru bestur vinir á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×