Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. september 2021 11:59 Skaftárhlaup Vísir/RAX Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. „Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01