Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 08:36 Bág staða Landspítalans og staða kórónuveirufaraldursins erlendis gerir það að verkum að aðgerðir á landamærunum verða áfram mikilvægar til að vernda landsmenn fyrir alvarlegum veikindum. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira