Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. Þau ættu að geta byrjað að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi í kringum næstu helgi. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Tuttugu og tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Færri hafa ekki greinst síðan í upphafi bylgjunnar sem nú stendur yfir.

Þá tökum við stöðuna á eldgosinu við Fagradalsfjall og öðrum mögulegum jarðhræringum á landinu. Eitt lengsta goshlé frá því í mars stendur nú yfir, sem þýðir þó ekki endilega að gosið sé að klárast. 

Við fjöllum einnig um stöðuna í Afganistan og fræðumst um það af hverju sauðfjárstofn landsins hefur ekki talið færri kindur í 160 ár. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×