Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður vísir

Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár en þau hafa rúmlega fjórfaldast milli ára. Alvarlegustu málin hafa verið tilkynnt til lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá tökum við stöðuna á landrisi í Öskju en almannavarnir fylgjast náið með þróun mála. Við ræðum við jarðeðlisfræðing sem telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega.

Heilbrigðisráðherra boðar sérstakt húsnæði fyrir geðsvið Landspítala. Hún tekur undir það með sérfræðilæknum að aðstæður þeirra séu ófullnægjandi.

Við tökum líka stöðuna á málum í Afganistan og sýnum frá blaðamannafundi KSÍ þar sem þjálfari karlalandsliðsins ræddi málefni sambandsins, sem hafa verið í eldlínunni síðustu daga. 

Og loks heimsækjum við Hrútatungurétt en okkar maður á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson hélt norður í dag og ræddi við bændur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×