Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2021 14:15 Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Matthíasson og Svandís Svavarsdóttir með skóflurnar. Dagur B. Eggertsson stendur fyrir aftan þau og festir viðburðinn á filmu. Aðsend/Eva Björk Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. Það voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps Landspítala og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem munduðu skóflurnar. Í tilkynningu frá Nýjum Landspítala segir að nýtt rannsóknahús muni rísa vestan Læknagarðs HÍ og verða 17.400 fermetrar að stærð. Verður húsið fjórar hæðir ásamt kjallara, tæknisvæði á fimmtu hæð og hugmyndir eru einnig um möguleika á þyrlupalli. Húsið verður 17.400 fermetrar að stærð.Nýr Landspítali Blóðbankinn fer í bygginguna „Í rannsóknahúsi hins nýja spítala sameinast öll rannsóknastarfsemi spítalans á einn stað. Starfseiningar í rannsóknahúsi verða lífsýnasafn, meinafræði, rannsóknakjarni, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunarkjarni, frumumeðhöndlun, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði og sýkla- og veirufræði. Starfsemi Blóðbanka mun einnig flytjast í bygginguna. Í tengslum við meinafræðieiningu verður líkhús og krufning og aðstaða fyrir réttarmeinafræði. Rannsóknahúsið tengist meðferðakjarna og öðrum byggingum spítalans með sérstöku rörpóstkerfi og göngum neðanjarðar. Rannsóknahúsið mun rísa vestan Læknagarðs.Nýr Landspítali Með því munu deildir spítalans geta sent sýni til rannsókna í rannsóknahús á örfáum mínútum. Hönnunarhópurinn Corpus eru aðalhönnuðir hússins að honum standa níu innlend og erlend hönnunarfyrirtæki. Aðaluppdrættir hússins liggja nú þegar fyrir og lok hönnunar eru á næsta ári,“ segir um húsið. Aðsend/Eva Björk Aðsend/Eva Björk Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
Það voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps Landspítala og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem munduðu skóflurnar. Í tilkynningu frá Nýjum Landspítala segir að nýtt rannsóknahús muni rísa vestan Læknagarðs HÍ og verða 17.400 fermetrar að stærð. Verður húsið fjórar hæðir ásamt kjallara, tæknisvæði á fimmtu hæð og hugmyndir eru einnig um möguleika á þyrlupalli. Húsið verður 17.400 fermetrar að stærð.Nýr Landspítali Blóðbankinn fer í bygginguna „Í rannsóknahúsi hins nýja spítala sameinast öll rannsóknastarfsemi spítalans á einn stað. Starfseiningar í rannsóknahúsi verða lífsýnasafn, meinafræði, rannsóknakjarni, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunarkjarni, frumumeðhöndlun, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði og sýkla- og veirufræði. Starfsemi Blóðbanka mun einnig flytjast í bygginguna. Í tengslum við meinafræðieiningu verður líkhús og krufning og aðstaða fyrir réttarmeinafræði. Rannsóknahúsið tengist meðferðakjarna og öðrum byggingum spítalans með sérstöku rörpóstkerfi og göngum neðanjarðar. Rannsóknahúsið mun rísa vestan Læknagarðs.Nýr Landspítali Með því munu deildir spítalans geta sent sýni til rannsókna í rannsóknahús á örfáum mínútum. Hönnunarhópurinn Corpus eru aðalhönnuðir hússins að honum standa níu innlend og erlend hönnunarfyrirtæki. Aðaluppdrættir hússins liggja nú þegar fyrir og lok hönnunar eru á næsta ári,“ segir um húsið. Aðsend/Eva Björk Aðsend/Eva Björk
Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira