Innlent

Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu

Óttar Kolbeinsson Proppé og Jakob Bjarnar skrifa
Frá Hreyfingu í morgun.
Frá Hreyfingu í morgun. Vísir/Vilhelm

Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess.

Fréttastofan mætti á vettvang fljótlega eftir að eldsins varð vart en í samtali við fréttamann segir Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, að flest bendi til þess að kviknað hafi í út frá þurrkara eða þvottavél í kjallara hússins.  En Ágústa var á staðnum sjálf þegar reyksins varð vart.

„Það gaus upp einhver stybba, reykur,“ segir Ágústa sem sá ekki eld en afar þéttan reyk.

Þá ræddi fréttamaður einnig við starfsfólk staðarins, þær Ásdísi Kjartansdóttur, Sigríði Mörtu Ingvarsdóttur og Ernu Sif Beck.

Þá náði fréttamaður að ræða við viðskiptavini. Bjarni Elvarsson var í djúpslökun þegar reykurinn gaus upp og það virðist hafa verið að virka því hann lét sér hvergi bregða, var pollrólegur þrátt fyrir atganginn, eins og sjá má í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann.

Kristín Guðbjörnsdóttir var í hóptíma, leikfimi ásamt þrjátíu öðrum konum í Hreyfingu þegar eldur kom upp í morgun. Hún sagði að þetta væri dagur sem hún myndi seint gleyma.

Hér neðar má sjá ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson tók nú rétt í þessu, fyrir utan Hreyfingu.

Ljósmyndari fréttastofu er mættur fyrir utan húsnæði Hreyfingar.vísir/vilhelm
Slökkvilið mætti á vettvang um klukkan 10.Vísir/Vilhelm
Fjöldi slökkviliðsmanna mætti á svæðið.
Fulltrúar lögreglu mættu á svæðið.Vísir/vilhelm

Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, var einnig á staðnum, en hún birti myndbandsbrot á Facebooksíðu sinni þegar eftir að reykurinn lagði undir sig staðinn. 

Hún segir kviknað í ræktinni og að allir séu með sitt dót inni í klefa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×