Innlent

Báðir ökumenn undir áhrifum við árekstur bifreiðar og rafhlaupahjóls

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Laust fyrir miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðarslys á gatnamótum í miðborginni. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið á rafhlaupahjól með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins lenti á framrúðu bílsins.

Farþegi á hlaupahjólinu lenti í götunni.

Ökumaður rafhlaupahjólsins var fluttur á Landspítala en farþeginn á hjólinu og ökumaður bifreiðarinnar reyndust ómeiddir. 

Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Þá er ökumaður rafhlaupahjólsins grunaður um ölvun við akstur, að því kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.