Innlent

Tekist á um laxeldi í Pallborðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Kaldal og Sigurður Pétursson mætast í Pallborði dagsins.
Jón Kaldal og Sigurður Pétursson mætast í Pallborði dagsins. vísir/vilhelm

Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum.

Í þættinum verða kynntar nýjar niðurstöður úr könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu sem sýna viðhorf almennings til laxeldis í opnum sjókvíum annars vegar og landeldis hins vegar.

Sláandi myndir af illa förnum laxi úr sjókvíum sem komu upp á yfirborðið í síðasta mánuði verða einnig til umræðu og meðferð á fiskum í sjókvíum.

Gríðarlegur vöxtur verður í fiskeldisgreininni á Íslandi á næstu árum og hafa náttúruverndarsinnar áhyggjur af því að hér fari fyrir lífríkinu eins og víða annars staðar þar sem sjókvíaeldi hefur náð miklum vexti.

Uppfært: Pallborðinu er nú lokið en það má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Pallborðið - Tekist á um laxeldi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×