Innlent

Glæru pokarnir til Per­sónu­verndar: Ó­nýtt kyn­lífs­leik­fang „flokkast bara sem raf­tæki“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Smásöluaðilar hafa brugðist við reglubreytingunni með því að taka stóra glæra ruslapoka í sölu.
Smásöluaðilar hafa brugðist við reglubreytingunni með því að taka stóra glæra ruslapoka í sölu. Sorpa

Ónefndur einstaklingur hefur klagað Sorpu til Persónuverndar vegna nýrra regla sem kveða á um að skila verði óflokkuðum úrgangi, það er að segja úrgangi sem er urðaður, í glærum plastpokum.

Viðkomandi er sagður vísa til friðhelgis einkalífsins.

Morgunblaðið hefur eftir Karli Hrannari Sigurðssyni, lögfræðingi og sérfræðingi á sviði persónuverndar, að kæran sé langsótt þar sem persónuverndarlög nái aðeins til þeirra tilvika þar sem um sé að ræða varðveislu og meðhöndlum persónuupplýsinga.

Þá hefur blaðið eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, að hann fagni því að málið sé komið fram og að Persónuvernd fái tækifæri til að skera úr um lögmæti reglunnar.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og stjórnarformaður Sorpu, segist hafa skilning á því að menn hafi áhyggjur. 

„Fólk þarf samt ekk­ert að vera vand­ræðal­egt að fara með ónýtt kyn­lífs­leik­fang á end­ur­vinnslu­stöðvar, það flokk­ast bara sem raf­tæki,“ segir hún.

Þess má geta að Vísir bar nýju regluna undir starfsmenn Persónuverndar þegar tilkynnt var um hana fyrr á árinu. Þeir sögðust ekki telja að plastpokarnir féllu undir persónuverndarlög.

Úr skýrslu framkvæmdastjóra Sorpu sem lögð var fyrir stjórnarfund:

Endurvinnslustöðvar 

• Innleiðing glærra poka á endurvinnslustöðvum gengur vel er almenn ánægja með þessa breytingu hjá viðskiptavinum SORPU. 

• SORPU hefur borist afrit af kæru einstaklings til persónuverndar um hvort SORPU sé heimilt að krefjast þess að úrgangur komi í gegnsæjum pokum og er vísað í friðhelgi einkalífsins. 

• Smásalar hafa hætt að selja ógagnsæja poka og mikill áhuga á að auka samstarf við SORPU um endurvinnslu og ábyrga flokkun. 

• Umfjöllun í fjölmiðlum hefur almennt séð verið jákvæð en borið hefur á óánægju með 500 kr. gjald vegna komu úrgangs í ógegnsæjum pokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.