Innlent

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa
Lögreglan var kölluð að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar ósáttur nágranni hafði þar í hótunum við starfsfólk sambandsins.
Lögreglan var kölluð að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar ósáttur nágranni hafði þar í hótunum við starfsfólk sambandsins. Vísir/Vilhelm

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Maðurinn býr í næsta nágrenni við Laugardalsvöllinn og var ósáttur við KSÍ vegna flóðlýsingar á vellinum, sem lýsi inn á heimili hans. Maðurinn yfirgaf sjálfur höfuðstöðvarnar.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði maðurinn líka í hótunum vegna málanna tengdum KSÍ sem hafa verið til umræðu og umfjöllunar undanfarna daga: afsögn stjórnar KSÍ vegna ofbeldismála af hálfu leikmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. 

Stjórn félagsins og formaður þess sögðu af sér störfum eftir að þolandi ofbeldis af hálfu liðsmanns í karlalandsliðinu steig fram og greindi frá ofbeldinu og að sambandið hafi vitað af því.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að málið hafi einnig tengst ofbeldismálum innan KSÍ. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.