Innlent

Hrað­próf stytta hvorki sótt­kví né ein­angrun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Covid hraðpróf Rapid test hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins
Covid hraðpróf Rapid test hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis.

Hraðpróf, sem fólk gerir á sjálfu sér, eru að sögn sóttvarnalæknis yfirleitt gæðaminni en þau sem framkvæmd eru af þjálfuðum aðilum. Næmi sjálfsprófa sé oft minna en annarra hraðprófa sem þýði að verulegur líkur séu á neikvæðri niðurstöðu þrátt fyrir að einstaklingur sé smitaður af Covid-19.

Áreiðanlegustu prófin séu enn PCR-próf en allir sem eru í sóttkví þurfa að fara í slíka sýnatöku áður en sóttkví á að ljúka.

„Sóttvarnalæknir mælir ekki með notkun sjálfsprófa að svo stöddu, sérstaklega í ljósi þess að aðgengi að öðrum hraðprófum og PCR prófum er gott hér á landi,“ segir í tilkynningu á vef embættis landlæknis.


Tengdar fréttir

Nýjar sóttvarnareglur í gildi

Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk.

Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr

Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.