Lífið

Arnar Gauti og Berglind Sif trúlofuðu sig í Eiffel-turninum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Arnar Gauti og Berglind eyddu helginni í París.
Arnar Gauti og Berglind eyddu helginni í París. Facebook/Arnar Gauti Sverisson

Fagurkerinn og bloggarinn Arnar Gauti Sverrisson trúlofaðist Berglindi Sif Valdemarsdóttir í París um helgina. Bónorðið var borið upp í 320 metra hæð í Eiffel-turninum rómantíska í borg ástarinnar. 

Arnar Gauti segir að París sé uppáhalds borgin sín til margra ára og var dóttir hans skírð Natalía París í höfuðið á borginni. 

„Berglind Sif er besti vinur minn og dugleg stórfengileg móðir. Í sameiningu eigum við fimm börn og fáum þau forréttindi að ala saman upp Viktoríu Ivy dóttir okkar í auðmjýkt, ást og kærleik saman í staðfestri ást með virðingu fyrir lífinu & hvort öðru.“ 

Arnar Gauti og Berglind eignuðust dóttur sína á síðasta ári.

„Munum öll að ekki gleyma draumum okkar og eina sem við þurfum er ást, skrifar Arnar Gauti í færslu á Facebook. 


Tengdar fréttir

Bækur í bland við bjór og brennivín

Í gamla bókasafni Reykjanesbæjar er nú komið Library bistró sem er ekki bara bókakaffi heldur bókasafnskaffi. Athafnamennirnir Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal standa að verkefninu en sterk tenging þeirra við Keflavík jók á róm.

Best klædda bisnessfólkið

Framkvæmdastjórinn Arnar Gauti Sverrisson valdi best klædda bisnessfólkið á Íslandi fyrir Viðskiptablaðið á dögunum. Listinn hefur að skipa fimm einstaklinga sem eru best klæddir í viðskiptalífinu á Íslandi að mati Arnars. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka trónir á toppnum, þá landaði Skúli Mogensen forstjóri Wow air öðru sætinu. Í þriðja sæti er eina konan á listanum, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er í fjórða sæti og í fimmta sæti er Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.