Innlent

Blóðugur á ferli í miðbænum með hníf og nokkuð magn fíkniefna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun mann sem tilkynnt hafði verið að væri á ferli í miðbænum, blóðugur með hníf.

Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi fundist í annarlegu ástandi annars staðar í borginni. Hnífurinn fannst í fórum hans. Lagt var hald á hnífinn auk nokkurs mikils magns af meintum fíkniefnum.

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í morgun, ekki síst í Breiðholti. Þar var tilkynnt um mann í sturlunarástandi í hverfinu, og að hann væri að ráðast á annan mann. Lögregla var send á vettvang en í dagbókinni segir að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu.

Í sama hverfi var einnig tilkynnt um meðvitundarlausan mann í matvörubúð. Þegar lögregla kom á vettvang, var viðkomandi með meðvitund, og sagðist hann aðeins hafa verið að leggja sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×