Innlent

„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikið flæði var á hrauninu í morgun.
Mikið flæði var á hrauninu í morgun. Daníel Páll Jónasson

Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga.

Daníel Páll Jónasson var staddur á svæðinu í morgun og náði myndskeiðinu hér fyrir neðan, af þunnfljótandi hrauninu fossast niður í Nátthaga.

„Þetta var eins og standa við appelsínugulan Dettifoss,“ segir Daníel Páll í samtali við Vísi. Miklar drunur hafi fylgt flæðinu, sem hafi verið mögnuð sjón fyrir viðstadda.

Daníel Páll er reynslubolti þegar kemur að eldgosinu við Fagradalsfjall en þetta var 27. ferðin hans upp að eldgosinu.

„Það var alveg magnað að standa við þetta. Þetta er alveg geggjað,“ segir Daníel Páll.

Sjá má á vefmyndavélum að gosið er í góðum gír þessa stundina. Erfitt hefur reynst að fylgjast með gangi gossins undanfarna daga sökum mikillar þoku. Ljóst er þó af meðfylgjandi myndskeiði að gosið sýnir engin merki um rénun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×