Innlent

Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stór hluti þjóðarinnar hefur nú verið fullbólusettur.
Stór hluti þjóðarinnar hefur nú verið fullbólusettur. Vísir/Vilhelm

Átta hafa sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Ekki er búið að fara yfir umsóknirnar en forsenda greiðslu eru klár orsakatengsl milli bólusetninganna og meints tjóns.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir meðal annars að bótaskylda vegna Covid-bólusetninganna sé víðtækari en þegar um er að ræða annað tjón þar sem venjulega séu aðeins greiddar bætur vegna alvarlegra eða sjaldgæfra aukaverkana.

Hvað varðar bólusetningarnar eru sett þau skilyrði að fjárhagslegur skaði af tjóninu nemi 121 þúsund krónum en tjónið getur verið af ýmsum toga, svo sem vegna líkamlegs skaða eða vinnutaps.

Lyfjastofnun hafa borist 3.011 tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19, þar af 191 alvarleg tilkynning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×