Innlent

Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan var kölluð út rétt fyrir klukkan hálf ellefu í kvöld þegar skot heyrðust.
Lögreglan var kölluð út rétt fyrir klukkan hálf ellefu í kvöld þegar skot heyrðust. Vísir

Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 

Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt fréttinni hlýddi maðurinn ekki tilmælum lögreglu um að leggja vopnið frá sér. Haft er eftir sjónarvottum í frétt RÚV að skothvellir hafi heyrst eftir að lögregla var mætt á staðinn. 

Ekki er vitað hvert ástand mannsins er. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af lögreglunni á Egilsstöðum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×