Innlent

Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga

Eiður Þór Árnason skrifar
Á sunnudag voru 24 sjúklingar með Covid-19 á spítalanum.
Á sunnudag voru 24 sjúklingar með Covid-19 á spítalanum. vísir/vilhelm

Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu.

Sex af tólf einstaklingum á bráðalegudeildum spítalans eru óbólusettir og er meðalaldur innlagðra 59 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en alls hafa 88 sjúklingar lagst inn á Landspítala með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur þeirra er óbólusettur og hafa fimmtán þurft gjörgæslustuðning.

Nú eru 947 sjúklingar, þar af 227 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans. Þrír sjúklingar eru metnir rauðir og gætu þurft innlögn á næstunni. 32 einstaklingar eru í gulum flokki og þurfa nánara eftirlit.

Ástandið að batna á spítalanum

Sjúklingur á sjötugsaldri með Covid-19 lést á Landspítala á síðasta sólarhring. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ástandið á spítalanum með tilliti til veirunnar fari batnandi.

„Heilt yfir hefur staðan skánað undanfarna viku. Sjúklingum sem liggja inni hefur fækkað. Það eru enn þá einstaklingar á öndunarvél en þeim sem eru inni hefur fækkað,“ sagði Runólfur.

Í gær greindust 103 einstaklingar með Covid-19 innanlands en þeir voru 84 í fyrradag.


Tengdar fréttir

Birtir til á Land­spítalanum hvað varðar Co­vid-19

Sjúklingur á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 veikinda á Landspítalanum síðastliðna nótt og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi af völdum Covid frá upphafi faraldursins.

103 greindust innan­lands í gær

103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar.

Andlát vegna Covid-19

Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×