Innlent

150 kílóa dróna flogið yfir Egils­staða­flug­völl

Atli Ísleifsson skrifar
Dróninn er af tegundinni Primoco One 150 model með tæplega 5 metra vænghaf og vegur 150 kg.
Dróninn er af tegundinni Primoco One 150 model með tæplega 5 metra vænghaf og vegur 150 kg. Isavia

Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni.

Frá þessu segir í tilkynningu frá ISAVIA. Þar segir að verkefnið sé gert í samvinnu við tékknesk/svissneska fyrirtækið Primoco UAV SE, Isavia Innanlandsflugvelli og Isavia ANS.

„Niðurstöður flugprófana drónans verða bornar saman við gögn sem áður hafa fengist úr flugprófunum flugvélar Isavia ANS.

Isavia

Dróninn er af tegundinni Primoco One 150 model með tæplega 5 metra vænghaf og vegur 150 kg.

Isavia kemur að verkefninu með því að leggja fram gögn úr flugprófunum sem hafa verið framkvæmdar með flugprófanavél Isavia ANS. Flugstjórnarmiðstöðin hefur sett upp sérstakt svæði fyrir drónann til að vinna innan og sjá flugumferðarstjórar um að aðskilja hann frá annarri blindflugsumferð. Starfsmenn Egilsstaðaflugvallar sjá um alla aðra aðstoð við flugið,“ segir í tilkynningunni.

Isavia


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×