Innlent

Fleiri greinast á Seyðisfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Meirihluti þeirra smita sem greinst hafa á Austurlandi nú má rekja til Seyðisfjarðar.
Meirihluti þeirra smita sem greinst hafa á Austurlandi nú má rekja til Seyðisfjarðar. Vísir/Vilhelm

Alls hafa nú tveir til viðbótar greinst með Covid-19 á Seyðisfirði í tengslum við smit sem rakið hefur verið til leikskólans í bænum. Sex af þeim tíu virku smitum sem eru á Austurlandi nú eru rakin til leikskólans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Áður hafði komið fram að fjórir hafi greinst með Covid-19 í tengslum við smit sem kom upp á leikskólanum á Seyðisfirði.

Þeir tveir sem bættust við greindust í gær en seinni skimun hjá foreldrum, börnum og starfsmönnum leikskólans sem eru í sóttkví fór fram í gær og kláraðist í hádeginu í dag.

„Vonir standa til búið sé að ná utan um útbreiðslu smitsins og ekki er grunur um að smit sé á kreiki í samfélaginu. Áfram gætu þó bæst við smit eftir sýnatöku dagsins á Seyðisfirði en þeir einstaklingar væru þá flestir í sóttkví,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði

Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann.

Leik­skóla lokað út vikuna og allir í sótt­kví

Allir nem­endur og kennarar á leik­skólanum á Seyðis­firði eru komnir í sótt­kví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánu­dag. Leik­skólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánu­dag þegar sótt­kvínni lýkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×