Húseigandinn dró tilboð um fyrirhuguð hjúkrunarrými til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:13 Til stóð að reka hjúkrunarrýmin í húsnæðinu við Urðarhvarf 8. Fyrirtækið Heilsuvernd var búið að komast að samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram. Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira