Innlent

Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Teikning verkfræðistofunnar EFLU af brúnni.
Teikning verkfræðistofunnar EFLU af brúnni.

Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Kostnaður við framkvæmdirnar er metinn á um 6 milljarða króna. Áætlað var að innheimta 400 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja brú en í samtali við Morgunblaðið segir ráðherra íbúum á Suðurlandi mikið í mun að fá nýja brú og þyki veggjöld ekki tiltökumál.

„Viðmiðið var að veggjaldið yrði um 400 krónur en nú heyrist mér á fólki að því þyki 500 til 700 króna gjald ekkert mál. Með ögn hærra gjaldi verður framkvæmdin greidd niður fyrr en ella og því eru margir möguleikar hvað varðar fjármögnun í skoðun jafnhliða útboðsgerð,“ segir Sigurður Ingi.


Tengdar fréttir

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×