Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Skærgulir stafir Flokks fólksins skreyta nú glugga á bakhlið kjallara Grafarvogskirkju. vísir/vilhelm Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við. Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels