Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 11:26 Kristinn Þorsteinsson er skólameistari Fjölbrautskólans í Garðabæ. Vísir/Egill Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. „Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
„Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira