„Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen segir tíma til kominn að fólk fái að lifa eðlilegu lífi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýjar leiðbeiningar um sóttkví flóknar og of matskenndar. Hún segir tíma til kominn að hætta að skima einkennalaust og heilbrigt fólk. Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16