Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 20:33 Vilhjálmur og kærasta hans Elín Edda í morgun. Vilhjálmur hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti. facebook/Vilhjálmur Þór Svansson Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira
Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira