Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 22:15 Sigmar Guðmundsson er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira