„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2021 23:31 Zara Rutherford var með bros á vör er hún ræddi við fréttamenn skömmu eftir komuna til landsins. Vísir/Egill Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira