Innlent

Pólski herinn sinnir loftrýmisgæslu í fyrsta sinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Pólsk F16-orrustuþota líkt og þær sem taka þátt í loftrýmisgæslunni við Ísland næstu vikurnar.
Pólsk F16-orrustuþota líkt og þær sem taka þátt í loftrýmisgæslunni við Ísland næstu vikurnar. Vísir/EPA

Á annað hundrað liðsmenn pólska flughersins taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland í þessum mánuði en þetta er í fyrsta skipti sem Pólverjar taka þátt í verkefninu á Íslandi.

Von er á pólsku flugsveitinni með fjórar F16-orrustuþotur til landsins í dag, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Hún hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Viðbúnaður er vegna sóttvarna og er unnið að þeim í samvinnu við embætti landlæknis og fleiri sem koma að sóttvörnum á Íslandi. Alls koma 140 liðsmenn pólska flughersins til landsins vegna gæslunnar.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvellinum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 23. ágúst til 3. september. Loftrýmisgæslan sjálf stendur yfir fram í lok september.

Fyrirkomulag loftrýmisgæslunnar er sagt verða með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Sextíu ár eru liðin frá því að gæslan hófst í ár.


Tengdar fréttir

Þing­maður gerir at­huga­semd við orrustu­þotu­flug yfir Akur­eyri

Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×