Lífið

Meg­han sögð hafa boðið Katrínu sam­starf

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Samband þeirra Katrínar hertogaynju af Cambridge og Meghan Markle er talið hafa batnað til muna.
Samband þeirra Katrínar hertogaynju af Cambridge og Meghan Markle er talið hafa batnað til muna. Getty/Stephen Pond

Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra.

Samkvæmt tímaritinu Us Weekly ná svilkonurnar betur saman nú en nokkru sinni fyrr og eru þær sagðar hafa átt í auknum samskiptum undanfarin misseri.

Þá er Meghan sögð hafa beðið Katrínu um að vinna með sér að verkefni fyrir Netflix. Talið er að um sé að ræða heimildaþætti sem eiga að fjalla um góðgerðastarf Katrínar og áhrif þess.

Samkvæmt heimildamanni Us Weekly á Katrín að hafa tekið boði Meghan vel og er hún sögð vera að hugsa málið.

„Katrín er uppi með sér og það er allt mjög gott á milli þeirra.“

Verkefnið sem um ræðir er talið eiga vera undir framleiðslu þeirra Meghan og Harrys, Archewell Productions. En hjónin gerðu samning við streymisveituna Netflix síðasta haust.

Sjá: Harry og Meghan gera langtímasamning við Netflix

Sá samningur felur í sér framleiðslu á hinu ýmsa efni sem fræðir og veitir von. Hjónin hafa greint frá því að sem foreldrum, finnist þeim mikilvægt að efnið verði andlega hvetjandi og fjölskylduvænt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×