Lífið

Solla og Elías halda hvort í sína áttina: „Hundleiðinlegt að skilja“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir á brúðkaupsdaginn árið 2019.
Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir á brúðkaupsdaginn árið 2019. Instagram

Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla í Gló, er skilin við eiginmann sinn Elías Guðmundsson eftir tveggja áratuga samband. 

Solla og Elli giftu sig í fríkirkjunnni laugardaginn 17. ágúst árið 2019 og hefðu því átt tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau trúlofuðu sig árið 2004 eftir tveggja ára samband.

Fyrr í sumar sögðum við frá því  hér á Vísi að glæsilegt heimili þeirra Sollu og Ella á Vesturgötu væri komið á sölu. Solla staðfesti svo skilnaðinn í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Í færslunni segir Solla að það þurfi alls ekki að vera leiðinlegt að vera skilin. 

„Eftir 19 ævintýraleg og viðburðarík ár höfum við ákveðið að halda hvort í sína áttina. Í dag, 17. ágúst, eigum við tveggja ára brúðkaupsafmæli og af því tilefni ætlum við tilvonandi fyrrverandi hjónin að byrja daginn saman með sterkum kaffibollum, taka níu holur á Oddinum og óska svo hvort öðru góðs og gæfuríks ferðalags. Það er jú hundleiðinlegt að skilja en það þarf bara alls ekkert að vera leiðinlegt að vera skilin.“

Solla seldi Gló árið 2019. Í dag rekur hún ásamt Júlíu Ólafsdóttur dóttur sinni vefverslunina Healthy dóttir. Elli opnaði á dögunum veitingastaðinn Héðinn með æskuvini sínum Karli Viggó Vigfússyni.


Tengdar fréttir

Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn

Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum.

Solla í Gló gekk að eiga Elías

Glódrottningin Sólveig Eiríksdóttir gekk að eiga unnusta sinn Elías Guðmundsson, laugardaginn síðasta við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×