Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök Sigmundar Davíðs óþolandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2021 14:52 Eitt þeirra álvera sem starfrækt er á Íslandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á Íslandi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi. Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi.
Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira