Lífið

Styrkir Land­spítalann fyrir hverja nei­kvæða at­huga­semd um sjálfan sig

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Nökkvi Fjalar Orrason lætur gott af sér leiða.
Nökkvi Fjalar Orrason lætur gott af sér leiða.

Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku.

Óhætt er að segja að Nökkvi hafi verið á milli tannana á fólki undanfarið fyrir ákvörðun sína um að láta ekki bólusetja sig. Kvaðst hann treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar.

Sjá: Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar

Fjölmargir hafa deilt skoðun sinni á ákvörðun Nökkva á samfélagsmiðlum og einhverjir farið ófögrum orðum um hann.

Nökkvi hefur þó ákveðið að gera gott úr stöðunni og ætlar hann að gefa þúsund krónur til Landspítalans fyrir hverja neikvæða athugasemd sem skrifuð hefur verið um hann á Twitter í vikunni.

Hann fékk vin sinn til þess að telja athugasemdirnar. Neikvæðu athugasemdirnar eru að minnsta kosti 118 talsins og mun Nökkvi því styrkja spítalann um 118 þúsund krónur.

Í myndskeiði sem Nökkvi birti á Instagram síðu sinni les hann nokkur af sínum uppáhalds neikvæðu tvítum um sjálfan sig. Eins og sjá má á myndskeiðinu tekur Nökkvi neikvæðum athugasemdum ekki nærri sér og hlær hann innilega að hverri og einni.

Þá áréttir hann jafnframt að hann telji ekki að dagbókarskrif muni bjarga honum frá veirunni.

„Við þurfum öll að standa saman í gegnum þetta. Ég þakka falleg skilaboð undanfarnar vikur sem og önnur skilaboð...“


Tengdar fréttir

Veirunni sama hvað þú skrifar margar til­finningar í dag­bók

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari, segir að kórónuveiran spyrji ekki um hreysti né heilsu. Ragga sem er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, smitaðist sjálf af veirunni í apríl á þessu ári. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.