Innlent

Starfs­maður Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða greindist smitaður í gær

Árni Sæberg skrifar
Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Aðsend

Starfsmaður HVEST greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar starfsmannsins eru komnir í sóttkví.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða staðfestir í samtali við fréttastofu að smit hafi komið upp hjá stofnuninni.

Hann segir að umræddur starfsmaður hafi verið við störf á Patreksfirði en starfsstöð hans sé á Ísafirði. Hann segir að starfsmenn á Ísafirði hafi getað sinnt heilsugæslu á Patreksfirði í auknum mæli eftir komu Dýrafjarðarganga.

Gylfi segir að smitið hafi ekki teljandi áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Þá segir hann að smitrakningu sé ekki lokið og því sé ekki komið á hreint hversu margir munu þurfa í sóttkví þegar uppi er staðið. Samstarfsmenn sem fara í sóttkví verða þó ekki fleiri en tveir og skjólstæðingar átta. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×