Innlent

Hægt verður að kjósa til Al­þingis frá og með morgun­deginum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum hjá sýslumönnum. 
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum hjá sýslumönnum.  Vísir/Egill

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september.

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna. Öllum sem skráðir eru á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er, óháð búsetu eða lögheimili.

Formlega var boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september í dag og var það staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof í dag. Rúmar sex vikur eru nú til kosninga en meira en ár er liðið frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að stefnt yrði að því að halda kosningar umræddan dag.

Auk utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumönnum verður kosið á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað fyrir sig. Tilkynnt verður um það síðar.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal vera skrifleg og stutt vottorði lögráða manns um hagi kjósandans samkvæmt upplýsingum á vef island.is. Slík skrifleg ósk þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en klukkan 16 fjórum dögum fyrir kjördag, eða þriðjudaginn 21. september klukkan 16.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.