Innlent

Jónas Þórir Þórisson er látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Jónas Þórir Þórisson lagði mikið af mörkum til kristinboðs og hjálparstarfs á starfsævi sinni.
Jónas Þórir Þórisson lagði mikið af mörkum til kristinboðs og hjálparstarfs á starfsævi sinni. Samsett

Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987.

Hann sinnti þar meðal annars boðun, fræðslu, hjálpar- og neyðarstarfi í Konsó og fjármálastjórnun á skrifstofu kirkjunnar, Mekane Yesu. 

Á Íslandi gegndi Jónas starfi skrifstofustjóra Aðalskrifstofu KFUM og KFUK í nokkur ár en var síðan ráðinn sem framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar sem hann sinnti til ársins 2013 eða í rúma tvo áratugi. Greint er frá andlátinu á vef Kristinboðssambandsins (SÍK).

Jónas sat í stjórn Kristinboðssambandsins í mörg ár, þar af tæpan áratug sem formaður til ársins 2008. Hann lagði starfinu lið með ýmsu móti eftir það.

„Jónas var farsæll í starfi og lagði mikið af mörkum til kristniboðs og hjálparstarfs á starfsævi sinni. Stjórn og starfsmenn SÍK senda fjölskyldu Jónasar innilegar samúðarkveðjur í þakklæti fyrir þjónustu og störf Jónasar í þágu kristniboðsins,“ segir í kveðju Kristinboðssambandsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×