Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sóttvarnalæknir vill að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga og ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir innanlands að svo stöddu. Staðgengill sóttvarnalæknis er hins vegar á öndverðum meiði og hefur efasemdir um að reyna að ná fram hjarðónæmi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Við segjum frá því að bólusetningar í Laugardalshöll munu hefjast að nýju en gert er ráð fyrir 32.000 manns í höllina á aðeins þremur dögum nú í ágúst.

Þá verður rætt við Íslending í Grikklandi, sem segir þungt hljóð í heimamönnum vegna þeirra miklu gróðurelda sem geisa nú í landinu. Þeir stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár.

Við hittum líka fyrir hressan bílasala sem fer nánast allra sinna ferða á Massey Ferguson dráttavél. Hann segir aðra ökumenn taka honum vel í umferðinni og sýna tillitssemi þegar hann fer um götur Selfoss og nágrennis.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi, klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×